Ég skellti mér á Superman myndina nýju um daginn, í kringlunni.
Þessi mynd er frekar léleg að mínu mati, alls ekki virði 800kr.
En það var ekki það sem ég ætlaði að tala um. Þessi digital gæði, þau eru bara helvítis rusl. Þetta er eins og að horfa á cinematics í 10 ára gömlum tölvuleikjum. Maður getur séð pixla-för í skálínum sem er með ljósan bakgrunn og þannig.

Ég ætla allaveganna ekki á Pirates of the Carribean þarna, langar ekki til að skemma myndina…
„It is not worth an intelligent man's time to be in the majority. By definition, there are already enough people to do that.“