Um leið og ég sá þessa mynd auglýsta ákvað ég að sjá hana, ég beið þar til hún kom út á leigu ogætlaði að taka hana, hún var úti.
Allt í lagi með það, ég fór aftur næsta dag, og næsta, og næsta…alltaf úti :/
Þessi mynd er greinilega vinsæl og ég bara skil ekki afhverju hún kom ekki í bíó, góður leikari í aðalhlutverki (Colin Farrel) og spennandi söguþráður…og það er greinilegt að margir vilja sjá hana fyrst hún er aldrei inni :/

DM

PS: Fyrir þá sem vita ekki hvaða mynd ég er að tala um þá er linkur á upplýsingar um myndina frá Internet Movie Database hér ;)