Variety greindi frá því að hafin væri undirbúningur að nýrri mynd með Austin Powers . Mun hún bera titilinn Austin Powers 3: Goldmember, það er allavega vinnutitillinn… Það er allt að verða vitlaust á Aint-It-Cool-News út af myndinni… allir nördarnir þarna úti vilja fá eitthvað skemmtilegra nafn eins og til dæmis: “Girl With The Golden Shag”, “The Man With The Golden Rod” eða “Poonraker” svo eitthvað sé nefnt… Fólk er mjög á móti Fat Bastard og vill hann úr myndinni… mér finnst hann þó nokkuð skemmtilegur karakter… Mike Myers ætlar svo að kynna nýjan óvin til sögunnar: “Goldmember”… Upphaflega ætlaði Myers að láta einhvern cameo-a fyrir hann og þá kom sjálfur Herra Heimur, sir Sean Connery helst einna til greina… Núna hefur það verið ákveðið að Mike Myers leiki Goldmember og Sean er ekki lengur í dílnum… Michael York hefur samþykkt að leika Basil Exposition…
[spoiler framundan]
Aftur á móti hefur byrjunarsíkvensið verið skrifað og þar mun sjálfur Tom Cruise leika karakter sem svipar mjög til Ethan Hawk (Mission Impossible, fyrir þá sem hafa holur í hausnum). Tom mun hjálpa Austin í einhverju verkefni og hefur Tom samþykkt þetta og dótið verið skrifað með Tom í huga. Einnig hefur það verið í gangi að kannski segja frá uppruna Austins *hóst*JamesBond*hóst*PussyGalore*hóst* en þetta eru bara sögusagnir…
Ég ætla mér að kíkja á þessa mynd sama hvaða ömurlegu dóma hún fær og þótt hún sé með sömu bröndurunum… alltaf gaman að Austin Powers og spái því að þetta verði sú mynd sem mun toppa SPIDERMAN… AHAHAHAHAHA… eða næstum því…
-Munkur-