Ég hélt að hrollvekjur gætu ekki lengur hrætt mig, en svo keypti ég Ring, ótrúlega góð japönsk mynd. Samt er ekkert gore eða blóð í þessari mynd bara snilld. Virðast fáir vita af þessari mynd, ég fann hana í búðinni 200l á hverfisgötu. Hafa einhverjir aðrir séð þessa mynd og hvað fannst ykkur. (PS. takið símann úr sambandi meðan þið horfið á myndina)