Ég er með mikið safn af tónlistarmyndböndum á DVD en er yfirleit latur við að setja DVD diskana í spilarann þegar mér langar að horfa á þau. Því manni langar kanski að horfa á eitt myndband með ákveðnum artist svo önnur tvö með öðrum artist, sem þiðir að maður þarf kanski að setja í 6 diska, horfa á endalaust af intro og licence kjaftæði og svo auðvitað taka dikana úr og skipta um. Þetta finnst mér vera of mikið vesen til að horfa á örfá myndbönd.

Þar sem að ég er nýlega búinn að kaupa mér TViX hýsingu þá þætti mér algjör snilld að geta rippað helstu myndböndin og geymt þar. Þá væri minna mál að spila hin og þessi myndbönd. Þá yrði maður alveg laus við að setja diska í og úr og flakka um á menu til að leita af þeim.

Ég hef reynt að finna afrit af ákveðnum myndböndum á netinu en það virðist vera mjög erfitt að finna myndbönd með góðum gæðum.


Spurning mín er þessi: Hvaða forrit er best að nota til að rippa DVD diska og converta í avi.
Og hvernig nota ég þessi forrit. Hvaða stillingar þarf ég setja á til að myndgæðin verði fín. Ég prófaði forrit (sem ég man að vísu ekki hvað heitir) og þar urðu myndgæðin skelfileg og hljóðið mjög distortað, eins og hljóðið hefði verið tekið upp of hátt.