Bróðir minn bað mig um hjálp og ég ákvað að senda þetta hingað inn.

Plottið er einhvernvegin svona og ég man ekki hvaða fj… mynd þetta er.
B17 sprengjuflugvél í seinni heimstyrjöldinni. Fylgst með áhöfninni. Gengur á ýmsu í fluginu til Þýskalands og til baka. Einhver úr áhöfninni hefur gaman af að teikna. Man ekki hvort að það séu almennt teiknimyndafígúrur í myndinni, finnst samt eins og það séu einhverjar teiknimyndafígúrur út í gegnum myndina.

Það atriði sem stendur upp úr í myndinni er í lok myndarinnar. Þá er vélin að flúga til baka og lendir í einhverri skothríð. Skyttan í kúlunni á kvið vélarinnar festist í kúlunni og kemst ekki upp í vélina aftur. Dekkin festast uppi. Áhöfnin reynir að bjarga skyttunni en tekst það ekki. Ákvörðun er tekin um að lenda engu að síður. Sá sem hefur gaman af að teikna teiknar dekk á vélina og vélin lendir þannig. Dekkin halda vélinni uppi þangað til búið er að bjarga skyttunni úr kúlunni, þá hverfa teiknimyndahjólin.

Manst þú hvaða mynd þetta er?