þar sem mar getur gleymt diskum í láni hjá einhverjum og gleymt að maður er sjálfur með eitthvað í láni ætla ég að merkja allar myndirnar mínar. ég gerði þetta með CDs og hef endurheimt ófáa diska eftir nokkura ára útlán bara af því þeir voru merktir.

Allavega er lítið mál að klístra límmiðum á hulstur en er einhver með aðferð til að merkja diskinn sjálfan. á CDs tússaði ég ofan á innsta litla hringinn en þar sem DVDs eru oft með efni á báðum hliðum gengur þetta ekki.
má tússa á innsta hringinn á DVDs? einhverjar aðrar uppástungur með að merkja diskinn sjálfan?