Topp5.is
Einar Bjarki Gunnarsson
“Þann 17. maí kemur út stórglæsileg útgáfa af Donnie Darko sem inniheldur 3 diska. Settið er gefið út á svæði 4 sem er Ástralía, Nýja-Sjáland, Mexíkó og S-Ameríka en að sjálfsögðu verður það fáanlegt á netinu.
Í útgáfunni verður kvikmyndahúsaútgáfa myndarinnar (theatrical cut) og tiltölulega nýútkomin leikstjóraútgáfan (director’s cut) hvor á sínum disknum auk þriðja disksins sem er troðfullur af aukaefni. Þar af má nefna Darkomentary sem er heimildarmynd eftir aðdáendur myndarinnar, framleiðsludagbók eftir Richard Kelly og 20 breytt eða klippt atriði. Einnig má hlusta á Jake Gyllenhaal og Richard Kelly tala yfir kvikmyndahúsaútgáfuna (commentary) og Kevin Smith og Richard Kelly tala yfir leikstjóraútgáfuna.
Í meginatriðum er þetta safn samsteypa af eins disks kvikmyndahúsaútgáfunni af Donnie Darko og tveggja diska leikstjóraútgáfunni. Þeir sem eiga báðar útgáfur eru því ekki að missa af miklu en þeir sem vilja smella sér á Donnie Darko og fá það besta úr báðum heimum – og meira til – ættu að halda klæjuðum músarfingrunum frá ‘Buy’-takkanum fram til í maí.”

Ég var að horfa á Donnie Darko í gær,snilldarmynd og þá sá ég þetta á Topp5.is,ég verð að eignast þetta,hvað finnst Donnie aðdáendum um þetta?