Jæja….við höfum prófað bæði.

Triviurnar fyrst voru án imdb.com og með sömdum spurningum. Síðustu triviur hafa verið með imdb.com og nær einungis skjáskot.

Í gegnum allar triviurnar hafa menn deilt um hvort sé betra. Nú erum við komin á það stig að notendur hafa fengið reynslu af báðum kostum og kominn tími til að ákveða hvort skal vera til frambúðar.

Ef við leyfum imdb.com komum við í veg fyrir að einhver ‘svindli’ en spurningarnar verða einhæfari þ.e. nær einungis skjáskot og tónlistarbútar.

Ef við ákveðum að leyfa ekki imdb.com verða spurningarnar fjölbreyttari en það er alltaf hætta á að fólk taki þessu ekki sem leik sem er einungis meintur til skemmtunar (verðlaunin eru bara smá bónus) og noti netið. Auðvitað eigum við að geta treyst fólki enda er tilgangur leiksins ekki að vera að kvikmyndaáhugamenn metist um hver viti meira heldur til gamans.

Ég var búinn að búa til skoðanakönnun til að fá skorið úr um þetta en ákvað að breyta því. Málið er að ég vil ekki að einhverjir sem taka aldrei þátt og eru kannski aldrei á /kvikmyndir séu að kjósa út í loftið. Því er skilyrði fyrir því að fá að kjósa að hafa tekið þátt í a.m.k. einni triviu (sem þýðir að það eru 64 á kjörskrá). Við verðum að draga mörkin einhvers staðar því ég treysti mér ekki til að skilja á milli gildra og ógildra atkvæða eftir eigin hentisemi. Atkvæðin ykkar skuluð þið senda með hugaskilaboðum (PM) til mín. Ég eyði atkvæðunum um leið og ég fæ þau og skrái ekki niður hver valdi hvað og birti það alls ekki.

Ég held kosningunni opinni til föstudags.. og það ræður hvernig triviu ég sem næst.