Ég mæli með þessum DVD disk. Þetta eru sniðugar leir-stopmotion teiknimyndir sem eru byggðar á og eru eins konar framhald af Óskarverðlauna stuttmyndinni “Creature Comforts” frá 1989.


Það þarf kannski ekki að taka það fram en þetta er rosalega vel gert. Þetta er eins gott og það gerist að mínu mati.

Fyrir utan allt annað er þetta frekar fyndið og frábært að sjá dýr tjá sig um það sem er þeim ofarlega í huga. Fólk gæti haldið að þetta sé fyrir smábörn og óvita en svo er alls ekki.

Þetta er skapað af Nick Park - manninum bakvið Chiken Run og Wallace and Gromit. Hann hefur þrisvar sinnum unnið óskarinn fyrir framlag sitt í þessum animation geira. Ég mæli eindreigið með Creature Comforts og reyndar öllu frá Nick Park.

Official síða Creature Comforts:
http://www.creaturecomforts.tv/

IMDB Creature Comforts:
http://www.imdb.com/title/tt0324742/

Umfjöllun um Nick Park:
http://www.toonhound.com/nickpark.htm

Aardman:
http://www.aardman.co.uk/

Sem áhugamaður um teiknimyndir gef ég þessu fullt hús stiga í tækni vinnu og 4 af 5 fyrir efnistök.