Ég var að lesa Empire um daginn og þar var listi yfir 201 bestu myndir allra tíma. Einhver staðar á listanum var myndinn Lost in Translation. Um hana sagði leikarinn Zach Braff að “stundum er bara eins og að sumar myndir eru gerðar eingöngu fyrir mann sjálfan”.

Auk þess var ég að horfa á BAFTA verðlauninn um daginn. Þar var einhver maður að taka við heiðusverðlaunum. Hann sagði að það væri ótrúlegt hvað sumar myndir geta talað við mann. Hann tók dæmi myndina The Sixth Sense. Þegar Haley Joel Osment sagði mömmu sinni að hann hafi talað við mömmu hennar og hún sagði hvað væri stolt af henni. Pabbi gaursins var þá ný dáinn.

En hvaða mynd finns ykkur hafa talað við ykkur? Hvaða mynd finnst ykkur hafa verið gerð engöngu fyrir ykkur?

Ég mundi hiklaust segja The United States of Leland. Sú mynd fannst mér bóksataflega vera gerð fyrir mig.

En hvaða mynd finnst ykkur hafa verið gerð fyrir ykkur?
“Why can't we just get along”