Febrúartölurnar eru komnar og eru í fínu lagi. Við héldum sama sæti, erum s.s. í 11. sæti, en síðuflettingarnar lækkuðu í 79.819 úr 88.262. Hins vegar jókst hlutfall heildarflettinga úr 1,16% í 1,24% sem mér finnst segja meira. Þetta þýðir s.s. að almennt hafi aðsóknin á huga lækkað frá janúar til febrúar en hlutfallslega hafi kvikmyndir aukið við sig. Við tókum líka eftir því að greinunum hefur fækkað og lestrunum á hverja grein sömuleiðis. Reynum því að vera duglegri að skrifa greinar og svoleiðis til að ýta kvikmyndum upp stigann. Það þarf bara eina grein!
Látum líka gamla samanburðinn fylgja. Í desember vorum við í 12. sæti með 67.963 flettingar og 0,93% heildarflettinga, í nóvember í 14. sæti með 61.519 flettingar og 0,94% heildarflettinga. Í maí á síðasta ári vorum við með 17.226 flettingar í 34. sæti og 0,24% heildarflettinga.
Kv. spalinn
