Í janúar voru kvikmyndir í 11. sæti með 88.262 flettingar og 1,16% heildarflettinga sem er enn á ný nýtt met fyrir okkur. Í desember vorum við í 12. sæti með 67.963 flettingar og 0,93% heildarflettinga, í nóvember í 14. sæti með 61.519 flettingar og 0,94% heildarflettinga. Frá því að stjórnendaskipti urðu í júní höfum við farið úr 34. sæti í 11. sæti, úr 17.226 flettingum í 88.262 flettingar og frá 0,24% heildarflettinga í 1,16% heildarflettinga. Og það þýðir ekkert að hætta núna, við förum í topp 5 fyrir lok 2006 (hvatningarræða á við Der Führer sjálfan).

Haldið áfram að senda greinar og svoleiðis til að halda þessu gangandi.

Kv. spalinn