Var í bíói í kvöld, og sá auglýsingu um endurgerð á “The Omen”, einni af mínum all-time uppáhalds hrollvekjum.

Miðað við fyrri endurgerðir af klassískum hrollvekjum undanfarin ár, get ég ekki sagt að þetta hafi kætt mig neitt óskaplega. Kíkti á Imdb, og þar er ekki mikið að græða nema að sá ágæti leikari Liev Schreiber leikur gamla Gregory Peck hlutverkið og Julia Stiles konuna hans, auk þess sem Mia gamla Farrow verður barnfóstran óhugnanlega.

Vona bara innilega að þetta verði vel gert, í anda gömlu myndarinnar, ekki forheimskað drasl með MTV-klippingum og ofnotkun á CGI-effektum.
_______________________