Jæja, undanfarin ár hef ég alltaf horft á Óskarinn, enda er það sjálfsagt mál ef maður er kvikmyndaunnandi.

Hinsvegar, eftir að hafa séð tilnefningarnar langar mig helst til að brjóta eitthvað…. Cinderella Man var ekki tilnefnd sem “Besta Mynd” - Ég bað aldrei um að hún myndi vinna, ég bað um tilnefningu.

Besta mynd ársins 2004, að mínu mati, fékk heldur ekki tilnefningu: Eternal Sunshine of the Spotless Mind … En ég horfði samt á Óskarinn enda fannst mér Million Dollar Baby alveg frábær.

En ég er svo andskoti pirraður og fúll yfir þessu að…. Kannski horfi ég, ef reiðinn verður runnin úr mér þegar óskarinn kemur… En, djöfullinn. Skandall og aumingjaskapur.