Ég sá Crash ekki fyrr en í gær, og skemmti mér vel yfir henni. Vel gerð tæknilega og fínasta afþreyging, náði að gera mig spenntan, kvíðinn, feginn og ég skellti nokkrum sinnum uppúr.

Allt sem þarf í góða afslöppun.

Svo fór ég að tékka á henni á netinu og vissi að hún væri umdeild, en hélt að hún væri umdeild vegna innihaldsins. Koms að því að hún er umdeild á þann hátt að margir eru sama sinnis og ég, fín afþreyging en ekki meira, mörgum finnst hún stórkostleg og mörgum finnst þessi mynd vera eintóm tímasóun.

Það sem Crash hefur er slatti af góðum atriðum, fallegum myndum, góðum leikurum, dramatík og kemur inn á pínu viðkvæmt málefni.

Það sem hana skortir er fyrst og fremst undirtónn og fjölbreytileik í handritinu, að mestu sama sagan sögð aftur og aftur, verður pínu þreytt og það er í raun nóg að segja sama hlutinn einu sinni ef það er gert vel.

Einnig hefur handritshöfundurinn ekki sett sig nógu vel inn í allar persónurnar, honum finnst greinilega vænt um sumar þeirra og þær geta jú vel gengið upp, en aðrar persónur eru bara alls ekki að ganga upp, sérstaklega á þetta við um kvennpersónurnar, mjög áberandi og ég held að engin þeirra hafi verið hugsuð til enda.

Crash gefur ekki neitt pláss til túlkunar eða skynjunar, maður er leiddur í gegnum alla myndina án þess að fá nokkuð pláss til að mynda skoðun á nokkrum hlut. Mjög gott, eins og þegar maður er þreyttur og vill bara afþreygingu, en komast hjá því að láta reyna á sellurnar, Afar slæmt ef maður vill sjá mynd sem skilur eitthvað eftir sig.

Þetta er það sem mér fannst vanta í myndina til að gera hana að einhverri stórmynd, og mér finnst samanburður við Magnolia vera frekar hjákátlegur, þar sem í mínum huga hefur Magnólía nánast allt sem Crash hefur, en líka það sem Crash vantar.

massi