Ég hef ákveðið eftir áskoranir að reyna að byrja með trivia hérna aftur. Það er heldur styttra en síðast og ég hafði hugsað mér að hafa eina slíka keppni í hverri viku og telja stigin saman út árið og fá þannig ársmeistara í lok þess. Spurningarnar verða alltaf 10 talsins og 1 stig gefið fyrir hvert rétt svar. Ég hef reynt eins og ég get að komast hjá því að semja imdb.com spurningar en þrátt fyrir það verð ég að biðja þá sem taka þátt að nota ekki utanaðkomandi hjálp.

Ég þarf kannski að útskýra einn lið. Það er 2. spurning í þessari triviu sem nefnist tengingar. Þetta verður kannski best sýnt með dæmi:

T.d. ef beðið er um að tengja saman Viggo Mortensen og Colin Hanks væri hægt að gera það svona:
Viggo Mortensen lék í A Perfect Murder ásamt Gwyneth Paltrow en hún lék í Shallow Hal ásamt Jack Black, sem lék í King Kong ásamt Colin Hanks. Þetta hefði einnig mátt gera þannig að Viggo Mortensen lék í Hringadróttinssögu sem Peter Jackson leikstýrði en hann leikstýrði einnig King Kong sem Colin Hanks leikur í.

Þetta mætti gera auðveldlega með hjálp imdb.com ef tengingarnar væru í fáum liðum og því verða þær stundum í mörgum liðum og því erfiðar. Þarna verður bara að nota hugmyndaflugið.

Fyrsta trivian ætti að birtast seinna í kvöld. Ég sem þetta eftir eigin þekkingu og hef ekki gott skynbragð á því hvað telst erfitt og hvað ekki. Þess vegna reyni ég bara að semja þetta framvegis eftir hvernig fyrri keppnir virka. Ef hún er of erfið núna, endilega sendið samt inn lausn þ.a. ég sjái að ég þurfi að breyta spurningahættinum. Ég færi um leið kvikmyndarýnina niður enda hefur það sýnt sig að fáir lesi hana þ.a. ég skrifa framvegis gagnrýnir sem greinar. Hvernig líst ykkur á þetta?