Vá ég veit ekki hvar ég á að byrja, en jæja lets try…

Ég viðurkenni fúslega að ég hef aldrei verið mikill aðdáandi af Harry Potter, hvorki mynda né bóka, en ég hef nú alltaf geta horft á hinar myndirnar og skemmt mér ágætlega yfir þeim samt sem áður enda oftast flottar myndir með smá “action” í.

En hin nýja 3 klst langa Harry Potter mynd er langt frá því að vera góð, hún er meira að segja svo langdregin og fáránlega leiðinleg að félagi minn var byrjaður að hanna í huga sínum kerfi til að lina kvölum bíógesta með sjálfvirkum hengingarbúnaði sem settur yrði upp í hvert sæti. Maður var meira að segja orðinn pínu spenntur að fá að sjá aðalvondagæjan Volderleiðindi rísa aftur upp og berjast við erkióvinin sinn hin 14 ára gamla krakka Potter (hmm 3000 ára á móti 14 ára er það ekki að ráðast á minni máttar…. anyway) og svo er bardaga atriði þeirra eins og restin af myndinni algerlega út í hött, stutt og ómerkilegt.

Í þokkabót má ég ekki segja frá því hvað gerist í myndinni því handa þeim desparate Potter fans sem verða að sjá þessi leiðindi þá má maður víst ekki eyðileggja “funnið” fyrir fólkinu.

En það eina sem skiptir máli er það að þeir sem gerðu þessa mynd ákvaðu að sía 20 mín efni úr bókinni og breyta því í 3 tíma mynd… eitthvað sem ætti að vera óglöglegt að gera. Og er einmitt ástæðan fyrir því að ég er að skrifa þessa grein hérna inn, til að reyna að spara svona fólki eins og mér 800 krónurnar plús það sem maður eyðir í sjoppunni…


Harry Potter er ekki eitthvað sem menn ættu að fara að sjá nema þeir séu haldnir þunglyndi á háu stigi, því lífið virðist undurfagurt eftir þriggja tíma mynd um ekkert.
Pain heals, chicks diggs scars, glory…………. lasts forever!