Er einhver DVD mynd sem þið hafið virkilega séð eftir að hafa keypt?

Ég nefnilega keypti mér Once upon a time in america í von um að hún væri eins góð og hún er sögð (t.d. imdb top 250: #115) en vá… djöfull var hún langdregin og leiðinleg, að vísu er ég með einhverja lengri útgáfu (220 min eða eitthvað) en það er nú directors cut(SERGIO LEONE) þannig að það ætti nú allveg að vera eitthvað varið í þetta.

Ekki misskilja mig og halda að mér finnist langar myndir leiðilegar eða gangster myndir eða eitthvað. Ég elskaði The Good, the bad, and the ugly, eftir sergio og ég elskaði Godfather 1 og 2(Francis Ford Coppola) En mér fannst þessi mynd too much.. Hefði aldrei átt að splæsa á hana.. hefði átt að leigja hana.. STUPID ME!