Mig langar svolítið til að taka tilvitnanir úr erlendum myndum líka og þá meina ég myndum utan Bandaríkjanna (ekki böggast þó að ég geri Bandaríkin að viðmiði, það er til meira til þæginda en til að segja að kvikmyndagerðin þar sé eitthvað æðri). Mér finnst glæpur að þýða tilvitnanir yfir á ensku og setja síðan hér en aftur á móti mundu færri skilja tilvitnanirnar ef þær væru á frummálinu. Hvernig finnst ykkur að leysa eigi vandann? Sleppa algjörlega tilvitnunum úr erlendum myndum, þýða á íslensku, þýða á ensku eða leyfa þeim að standa á frummálinu?