Er það orðið eitthvað tískufyrirbrigði að hafa reikandi myndsvið á borð við það sem við sáum í myndum eftir Quentin Tarantino? Crash og svo ýktasta dæmi 21 grams (allt of mikið reik).

Svo eru náttúrulega fleiri myndir, eins og Butterfly effect, en það er sjálfskýrandi. Eina leiðin til að gera myndina vegna söguþráðarins eiginlega. Svo er einhver ógeðslega eftirherma sem ég man ekki hvað heitir (blátt hulstur utan á henni, eiginlega sami söguþráður).

Brain twister-ar þurfa greinilega að hafa þetta reikandi myndsvið til að verða nógu ruglandi svo manni finnist eitthvað dularfullt við allt saman og skapa einhverja spennu og eftirvæntingu sem væri ekki til staðar annars.