Ég var að velta því fyrir mér hvort einhver hér ætti Pioneer NS-DV55 DVD spilara/heimabíó? Ég keypti mér svona sett í vor. Ég er mjög ánægður með það í flesta staði nema að alltaf þegar ég spila disk þá koma við og við skálínutruflanir í myndina. Truflanirnar eru mismiklar og eru stundum sterkar, stundum daufar og stundum engar. Ég hélt alltaf að þetta væri sjónvarpstækið mitt sem væri orsökin. Síðan lenti ég í því að sjónvarpstækið mitt bilaði (sem aldrei fyrr) og fékk ég þá að láni nýtt Samsung tæki. Vandræðin með skálínurnar var líka til staðar með það tæki. Hefur einhver hérna heyrt um þetta vandamál eða er þetta eitthvað sem er bundið við mitt tæki?