Er að reyna rifja upp nafn á spennumynd frá árunum í kringum 1985.

Hulstrið er þannig að þú sérð í höfuð eða efri hluta á manni með svarta leðurgrímu, það er að mig minnir rennilás fyrir munnopinu en rennilásinn er opinn og það sést í stingandi augu mannsins. Einnig sést í skínandi hnífsblað.
Mig minnti að myndin héti BlackJack en finn hana ekki á Imdb.

Söguþráðurinn er eitthvað á þá leið að maður drepur fjölskyldu sína og flýr síðan, á flóttanum lendir hann í bílslysi eða veltu og missir minnið. Þegar hann kemur út af sjúkrahúsi hefur hann nýtt líf og kemur sér upp fjölskyldu en smám saman fara gamlar kenndir að taka sig upp hjá honum á ný.

Skilst að þessi mynd sé góð og væri þakklátur ef einhver myndi átta sig á nafninu og pósta því hingað inn.