Jæja, ég setti saman smá trivia, þetta er kannski ekki erfitt en samt gaman að spreyta sig á þessu. Sendið svör á egunnars@mr.is, EKKI birta þau hér á korknum. Að sjálfsögðu er hægt að finna langflest svörin á netinu en það er nú bara leiðinlegt að gera það. Verðlaun fyrir flest stig er heiðurinn :D Svör og niðurstöður verða birt eftir nokkra daga.
1. Hver leikstýrði Star Wars: Ep. V ? (2)
2. Hver lék Foringjann í Der Untergang? (2)
3. Hvaða mynd eiga þau Ed Harris og Laura Linney sameiginlega? (3)
4. Hvaða leikari uppfyllir þau skilyrði að hafa leikið bæði í (stig fyrir hvert rétt svar) (3)
1) Kill Bill 2 og Star Wars Ep. I ?
2) Lost in Space og Air Force One ?
3) Pulp Fiction og Thelma & Lousie ?
5. Gefnar verða tvær myndir. Finnið mynd sem einn leikari úr hvorri mynd léku saman í (stig fyrir hverja mynd sem þið finnið. Fleiri ein ein mynd getur komið til greina og að sjálfsögðu er ekki stig ef önnur myndin í dæminu gefur rétt svar): (9)
1) The Usual Suspects og Eurotrip,
2) Fight Club og Dark City,
3) Saw og Good Will Hunting,
4) Closer og Forrest Gump,
5) Any Given Sunday og The Nutty Professor,
6) Saving Private Ryan og Girl, Interrupted,
7) Star Wars: Ep IV og Pearl Harbour,
8) Heat og 15 minutes.
9) Titanic og Dodgeball.
6. Hver leikstýrði Die Hard I og Die Hard III? (2)
7. Gefið tengingu milli eftirfarandi aðila (s.s. rekjið ykkur í gegnum leikara og leikstjóra sem unnu saman að mynd þangað til keðjan gefur tenginguna), tengingin má ekki vera framkvæmd í meira en 5 skrefum: (5)
Jay Roach og Matthew Perry
8. Hvað hét karakter Kevin Spaceys í The Usual Suspect (K.S. er ekki svar)? (2)
9. Í einni af myndum Kubricks lék leikari sem hefur sést á síðustu árum í spin-off þætti af gamlli og vinsælli þáttaröð. Hver er maðurinn? (2)
10.Úr hvaða myndum eru þessar línur: (16)
1) Become vengeance, David. Become Wrath.
2) In Sicily, women are more dangerous than shotguns.
3) The greatest trick the devil ever pulled was convincing the world he didn't exist.
4) Oh, yes sir. Bit me right in the buttocks. They said it was a million dollar wound, but the army must keep that money ‘cause I still haven’t seen a nickel of that million dollars.
5) Every man dies. Not every man really lives.
6) Good morning! Oh, and in case I don't see you, good afternoon, good evening, and good night!
7) Hope is a good thing, maybe the best of things, and no good thing ever dies.
8) Now we gotta make the best of it, improvise, adapt to the environment, Darwin, shit happens, I Ching, whatever man, we gotta roll with it.
11. Í hvaða mynd er reddarinn Red ein af aðalsögupersónunum? (2)
12. David Fincher er þekktastur fyrir 2 myndir. Þær eru…. (2)
13. Í hvaða mynd voru Alex og “the droogs” aðalpersónurnar? (2)
14. Hver smíðaði sverð Brúðarinnar í Kill Bill? (3)
15. Hvernig síma notast aðalpersónurnar í The Matrix við? (2)
16. Af hvaða tegund (s.s. vörumerki) eru flestar tölvurnar í 2001? (3)
17. Hver er eini liturinn sem sést í svarthvíta hlutanum í Schindler’s List? (2)
18. Af hvaða gerð var tortímandinn sem Robert Patrick lék í Terminator 2? (3)
19. Hvernig er sverð Mace Windu á litinn í Star Wars? Hvað er sérstakt við það? (3)
20. Í hvaða mynd kemur persónan Chris Sabian fyrir? (3)
21. Hvað stendur á veskinu hans Jules (minnir það) í Pulp Fiction? (2)
22. Hver er eini stafurinn sem Pontíus Pílatus getur ekki sagt í Life of Brian? (1)
23. Í hvaða mynd kemur persónan John Patrick Mason fyrir?(2)
24. Hverju reið ein persónan berbakt í lok Dr. Strangelove? (2)
25. Í hvaða mynd léku Miranda Otto og Karl Urban saman? (2)
Alls: 80 stig og svo er hægt að fá aukastig í spurningum 4 og 5.
