Ég fór á þessa mynd í gær og hún var geggjuð!
Ég og vinkona mín fórum saman á þessa mynd og ætluðum að fara í Lúxussalinn þarna í bíóinu sem er í Mjóddinni.
Við fórum inn og ætluðum að kaupa okkur miða og við vorum beðnar um skilríki. Ég rétti henni bara kortið mitt og ég mátti fara inn en vinkona mín var ekki með skilríki plús að hún er ekki orðin 16 en verður það á árinu.
Henni var meinaður aðgangur og ég auðvitað keypti mér þá ekkert miða. En svo kom strákur og keypti einn fyrir hana og ég fór og keypti þá miða handa mér, en ekki í lúxussalinn.
Svo þegar að okkur var hleypt inn í salinn þá týndi konan svona eina og eina manneskju út úr hópnum og spurði hvort þau væru með skilríki, þeir sem að ekki voru með skilríki þeir þurftu að bíða til hliðar.
Vinkona mín var ein af þeim, þar sem að hún hafði ekkert skilríki.
Ég var enn og aftur spurð um skilríki, og af sömu konunni. Allavegana þá komst vinkona mín samt inn á endanum og við fórum á þessa mynd.

Við sátum alla myndina haldandi í hendurnar á hvor annarri og öskruðum eins og einhverjir hálfvitar. Þetta var svona hrillingsmynd með svona nokkrum fyndnum atriðum.
ÉG mæli eindregið með þessari mynd, hún er ágætlega vel gerð, skemmtileg, geðveikt bregðandi og allt sem að alvöru bíómyndir eiga að vera eins og!
ÉG þori samt ekkert að vera að segja frá söguþráðinum núna þar sem að kannski einhverjir eiga eftir að sjá hana :)
En vaxmyndahúsið er ekkert SMÁ flott :)
Mæli bara með því að allir fari á hana (eða þeir sem eru orðnir 16)!!!