Ég sá tilboð frá Elko í dag, þar sem þeir auglýsa Pink Panther safnið (bíómyndirnar, ekki teiknimyndirnar) á krónur 3.995.- ALLAR MYNDIRNAR (http://www.elko.is/item.php?idcat=20&idsubcategory=158&idItem=1800) stendur með stórum stöfum fyrir aftan…

Ég var ánægður með þetta tilboð og fjárfesti í einum slíkum pakka. En þegar að á hólminn er komið, kemur í ljós að aðeins 5 af 6 myndum eru í pakkanum…

Í pakkan frá þeim vantar myndina The Return of the Pink Panther.

Ég fór að kanna málið aðeins nánar og kemur þá í ljós að það vantar einnig sömu mynd í pakkan sem seldur er á play.com og á amazon.com.

Er ég að verða eitthvað geðveikur?? Voru myndirnar ekki alveg örugglega 6 eða eru þetta bara meingallaðir pakkar???