sá mynd um daginn sem mig minnir að heiti The Hankeshaw Redemption. Aðalhlutverkin leika Tim Robbins og Morgan Freeman. Tim Robbins er einkar góður í hlutverki blökkumannsins (man ekki hvað persónan heitir) og Morgan Freeman er einnig nokkuð góður sem ungur maður sem lendir í steininum og kynnist þar Tim Robbins. Annars líður myndin fyrir lélegt, illa skrifað handrit en góð kvikmyndataka vegur það upp að nokkru leyti. Held að þessi mynd sé nokkuð þekkt (hafði samt aldrei heyrt um hana þegar ég leigði hana fyrir tilviljun) og þyki almennt nokkuð góð. Mér fannst hún alltof löng en samt hélt hún athygli mjög vel allan tímann. Helsti galli hennar er hversu óraunsæ og fyrirsjáanleg hún er, en hún er þó ágætis afþreying sem krefst engra heilabrota.
Endilega skrifið álit ykkar á þessari mynd ef þið hafið séð hana, og þið megið gjarnan segja mér einhver frekari deili á hana, þar sem ég hafði aldrei heyrt um hana áður, en besti vinur minn og amma mín höfðu þó bæði séð hana.