Komið þið sæl, nú ætla ég að segja ykkur frá snilldarmyndinni - The Alamo.

Ég var nú í kvöld að leigja mynd sem ég get lauslega sagt sé bara ein sú besta sem ég hef séð á ævinni.

The Alamo fjallar um þegar 200 Texasbúar vörðu Alamo virkið árið 1836 frá 2000 manna her Santa Anna, eða Napóleon vestursins eins og hann var kallaður. Alamo virkið var reist árið 1722 sem klaustur í San Antonio. Og í mars 1836 fengu Texasbúar að sýna Mexíkanska hernum vilja sinn í að verja frelsið sitt frá einræðisherra. Allt þetta stríð byggist að sjálfsögðu á Mexíkanska stríðinu við Bandaríkin.

Í aðalhlutverkum í þessari mynd eru þeir Dennis Quad, Billy Bob Thornton, Jason Patric og Patric Wilson. Ég stranglega mæli með þessari mynd og hrósa ég John Lee Hancock fyrir snilldar mynd og gef ég þessari myndi 9 af 10.

Takk Fyrir.
“If you have a gun, you can rob a bank. If you have a bank, you can rob everyone”