Það eru auðvitað til tugir af snilldar bardagaatriði í helling af bíómyndum en getið þið nefnt einhver sem eru í mestu uppáhaldi?
Ég var hinsvegar að horfa á myndina Alexander fyrir ekkert svo löngu og verð að segja að fyrra bardagaatriðið þar sem Makedóníumenn slást við persana í Gaugamela sé besta bardagasena sem ég hef séð.
Myndatakan í því er með þeirri betri, ef ekki sú besta, sem ég hef séð og… veit varla hvernig ég á að lýsa þessu… mikill fílingur í þessu 10 minutna atriði. Eini gallin við það finnst mér er það að það er fókusað aðeins of mikið á Alexander á hestinum sinum þar sem hann hleypur bara og hleypur.

Endilega teljið upp ykkar uppáhalds bardagasenur:)
______________________