Þessi grein á í rauninni bara að vera um hryllingsmyndina SAW en mig langar að bæta The Grudge inní greina til þess að bera myndirnar saman og lýsa hversu miklu betri SAW er!!
Ég sá SAW á föstudaginn og The Grudge fyrir 2 vikum og ég verð að segja að SAW er hryllileg en The Grudge er ekki neitt. Mér finnst að hryllingsmyndir eiga að vera hryllilegar því þær er eru virkilega “hryllilegar”. Þannig er SAW en The Grudge er meira hryllileg útaf hljóðunum í myndinni. Ef að það væri ekkert hljóð í The Grudge mundi manni ekki finnast hún neitt hryllileg en þessi skyndi hljóð sem að koma þegar litli krakkinn kemur gerir þetta hræðilegt.
Í SAW koma ekki svona hljóð, bara einstaka sinnum en myndin er bara einfaldlega hryllileg og maður verður ekkert smá hræddur þegar maður horfir á hana. Einn hlutur sem ég verð líka að bera saman er að The Grudge meikar ekki sens. Afhverju lifa þau ennþá? Er það bara einhver sérstakur hlutur í Japan að þegar það er morð að þá koma afturgöngur?
SAW meikar sens og það er vit í henni. Engar afturgöngur, draugar, geimverur eða skrímsli. Allt í þessari mynd gæti vel gerst.
Það er ekki það eina, heldur var líka gaman að horfa á SAW en hundleiðinlegt að horfa á
The Grudge.
Ef þið viljið sjá góða hryllingsmynd sem er virkilega hryllileg og líka ógeðsleg þá mæli ég með SAW.

Kv. StingerS