Raise Your Voice Raise Your Voice er mynd um smá bæjar stelpu (Hilary Duff)sem heitir Terri og hún hefur frábæra söng rödd og langar alveg rosalega að fara í svona skóla í LA, En pabbi hennar vill ekki leyfa henni að fara en bróður hennar er alveg ákveðinn í því að hún eigi að fara vegna þess að honum finst hún hafa bestu söng rödd í heimi. Það þarf mikið til en hún kemst loksinns í þennan skóla í LA og fer án samþyki föður síns og lýgur því að hún sé hjá Nínu frænku sinni. Hún mætir í skólan og passar ekkert í hópinn enginn nennir að tala við hana. Hún á mjög erfitt með sönginn á meðan hún er þarna vegna svolitið sem gerist fyrr í myndini sem ég get ekki sagt þá skemmi ég hana smá, og það er henni mjög erfitt að syngja og hún er mörgum sinnum bara á leiðinni heim grátandi. Þetta er söngmynd, reyndar átti Evan Rachel Wood (thirteen) að leika í henni fyrst en Hilary Duff hentaði víst betur og svo leikur Oliver James (What a Girl Wants) í henni. Myndin er komin út á DvD en hún er ekki komin í bío eða á leigu hér á landi.