Ég sé að Uwe Boll er að “meika það feitt” í Hollywood-inni. En nýja myndin hans Alone in the Dark er alveg pottþétt að fara planta sér topp 10 yfir verstu myndir frá upphafi. T.d þá er myndin með 2.0 í eink. á imdb.com eftir fyrstu sýningarhelgina, og myndirnar skora alltaf hátt fyrstu sýningarhelgina, og svo lækkar einkunninn.

Ef einhver verður svo heppinn/óheppinn að sjá þessa mynd á næstunni, þá væri gaman að hann/hún mundi skella inn einni grein hérna um myndina. Það er ekki laust við að það hlakki í manni við að sjá þessa mynd. Bara fyrir það hversu léleg hún er.
Helgi Pálsson