Ok, nokkrir punktar.
1. Passa að hann sé í reynd region free. Gætir þurft að grafast þó nokkuð fyrir um það á netinu. Þetta er nokkuð sjaldgæft í ferðaspilurum út af punkti 2 (sjá neðar). Þetta er einnig bara þó nokkuð sjaldgæft í spilurum sem seldir eru yfir höfuð í USA. Fólk í Bandaríkjunum flytur hreinlega lítið inn af diskum frá útlöndum. Ólíkt okkur.
2. Passa að hann ráði við PAL afspilun (R2 diskar eru alltaf PAL kóðaðir, en R1 eru alltaf NTSC kóðaðir). Flestir spilarar geta þetta ekki, en ef þú finnur einn sem hægt er að aflæsa svæðalæsingunni á, þá er von til þess að hann geri þetta.
3. Passa að straumbreytirinn sem fylgir með ráði við bæði 110 og 220 volt (þetta ætti að vera auðvelt, bara allra ódýrustu spilararnir eru með straumbreytir sem ræður ekki við 220).
Ég verð reyndar að segja að mér finnst ólíklegt að þú finnir spilara sem uppfyllir 1 og 2, en ef þú gerir það, gott hjá þér. Endilega segðu okkur frá hvaða módel það er og hvað hann kostar.