Það kom mér á óvart að vita að King Arthur er alls ekki eins léleg og ég hafði búist við.
Myndin er ekki sönn lýsing á sögu King Arthurs held ég ef Arthur hafði einhvern tímann verið til.
Það góða við myndina eru riddararnir sem hafa mjög góða persónuskapanir eins og t.d Bors, Tristan og Lancelot. Ég tók eftir að Mads Mikkelsen danskur leikari lék Tristan, og Tristan var bestur af þeim öllum. Clive Owen sem lék Artúr var alveg ásættanlegur í hlutverkinu samt ekkert sérstakur, sama má segja um Keiru Knightley. Svo er Stellan Skarsgaard að leika Cedric, illa Saxann og gerir það ágætlega. Hasarinn í myndinni er alveg fínn, bardagarnir eru nógu flottir. Veikasti hluti myndarinnar er líklega það að sagan er ekki alveg nógu úthugsuð.
Það er eitthvað sem Excalibur og First Knight gerðu betur. Í heild er King Arthur fín mynd, alveg þess virði að sjá í bíó.
