Horfði einhver á þessa framhaldsmynd um seinustu helgi, þ.e.a.s. sunnudaginn og svo mánudaginn seinasta?

Fyrir þá sem ekki vita þá er þessi mynd um mansal, ekki mannsal sem vissulega er til líka heldur mansal.
# Mansal er þegar verið er að selja konur eingöngu, þá aðallega til kynlífsþrælkunar.
Mansal er sýnt frá nokkrum hliðum, þ.e. frá hlið þeirra sem lenda í því, í þessari mynd tvær systur frá austur-evrópu, og svo frá hlið þeirra sem eru að reyna að stöðva þetta. Þá oftast hjálparsamtaka-starfsmenn…langt orð.

Þetta er reyndar alls ekki mjög góð lýsing á myndinni sem kemur víða við en það má reyna. Myndin er fræðandi enda byggð á sönnum atburðum þó öll nöfn, staðir (þó ekki borgir) og fyrirtæki og þess háttar séu uppspuni.

Ja, ég horfði á myndina og hún sjokkeraði mig svolítið þó að maður viti að svona hlutir séu í gangi. Hef samt ekki verið að pæla í því.
Svo er ég viss um að til eru fleiri myndir um svipað efni dem þið megið endilega benda mér á!!!!
Og segja ykkar skoðun á myndinni…góð mynd þegar upp er staðið er mín skoðun!
this is all I will say now