Jæja nú er búið að breita stóra salnum í Laugarásbíói og hann er ekkert smá flottur, það er búið að setja mikklu stærri sæti í salinn og þau eru þau stærstu á Íslandi. Það er komið nýtt hljóðkerfi sem er það flottasta í dag og salurinn er sérhannaður fyrir nýja hljóðkerfið svo er líka stærsa THX tjald landsins þarna.
Þannig að þessi salur er nú orðinn sá besti á Íslandi, þegar StarWars III kemur í bíó þá mæli ég með því að þið farið í Laugarásinn því sándið er rosalegt miðan við hvernig trailerinn var.
