Jæja, loksins er Djöflaeyjan að koma á DVD heim til sín, eftir að hafa verið fáanleg á DVD útí USA og Kanada í tæp 5 ár kemur hún eftir nokkra daga í fyrsta skiptið á Íslandi.

Djöflaeyjan verður hluti af Friðrik Þór Friðrikson safninu og er diskurinn væntanleg á næstu dögum.
Ég býst við að það verði frekar líkur diskur og Englar Alheimsins var, 30 mín heimildarmynd um gerð Djöflaeyjunnar, kvikmyndasýnishorn ásamt einhverjum nótum um gerð myndarinnar og stuttlega um leikaranna og leikstjórann.


Tók andskoti langann tíma að drullast til að gefa þessa mynd út, 5 ár í BNA er allveg hlægilegt.
Tæp 2 ár síðan seinasta mynd kom úr þessu safni, eða “Friðrik Þór Friðrikson safnið: Englar Alheimsins” kom jólin 2002. Vona að þeir verði ekki jafn lengi að gefa út Bíódaga og Börn Náttúrunnar.