Þetta er einn svaka pakki.
Ætla ekki að fjalla um efni myndarinnar en segi bara ef þú þekkir ekki þessa þá þarftu að kynna þér kvikmyndasöguna.

Jæja þá að DVD diskunum.(þetta er R1 útgáfan)
Diskur eitt og tvö innihalda myndina sjálfa ásamt lýsingu frá Kvikmyndasagnfræðingnum Rudy Belhmer sem virðist vita ótrúlegustu smáatriði um myndina,allavega hefur hann undirbúið sig vel.

Hljóðið er remasterað 5.1 og upphaflega Mónó hljóðið sem er mjög gott.
Myndin er Allur skjárinn (Fullscreen)(á að vera þanning) og er í Technicolor og myndgæðin????
ÓTRÚLEG!!!!!
Það er með ólíkindum að þessi mynd er orðin 65 ára gömul.
það er búið að hreinsa (reyndar miklu meira)upphaflegu negatívuna og útkoman er í einu orði sagt stórkostleg.
Eins og áður sagði er þetta 4 diska útgáfa og það þýðir að aukaefnið er á 2 diskum!!

Þar ber hæst 2 tíma heimildarmynd um gerð myndarinnar (mjög góð)
Einnig klukkutíma mynd um Clark Gable og önnur um Vivian Leigh.
Að telja allt upp tekur of langan tíma,en ég mæli eindregið með þessum pakka.
ÞETTA ER JÓLAGJÖFIN Í ÁR.