Sko, í apríl í fyrra pantaði ég Önnu Frank (The Diary of Anne Frank) á DVD. Þið vitið nú flest hver hún er? En, ég pantaði hana á amazon.com á lágu verði. Eftir það er ég orðin óð í að safna fleiri DVD myndum frá amazon. Ég ætlaði að panta The Neverending Story en þá kom viðvörun um að hún passi ekki í öll kerfi DVD spilara svo ég hætti við…OH!!! Ameríkanar þurfa alltaf að vera öðruvísi! ;) ekki illa meint :D

Ég pantaði bók líka…er búin að segja nýlega frá því hér en nú gjörsamlega dýrka ég amazon.com;)

Þar sem ég vinn eru DVD myndir á 1300- og eitthvað og ég keypti mér Batman númer eitt(af því að Jack Nicholson leikur Jokerinn;) ) Mig langar að panta at least eina mynd í mánuði á amazon en verð líka að passa uppá fjármálin;) My boyfriend, hann er ekki mikið fyrir að horfa á sjónvarp,video ofl. Hann vill eyða tímanum í allt annað. Þegar hann fer til útlanda, eins og hann gerir, kem ég mér fyrir og horfi á DVD hehe;)

Hefði kannski frekar átt að skrifa allt þetta í bloggið mitt, en það gerði ég ekki, því þetta er nú síða um DVD…eða korkur;)