Jæja, long time no written.. (or what ever)

Þar sem ég er mikið inní því að fylgjast með hvaða verð og útgáfur á DVD myndum eru til á klakanum var ég að rölta gegnum Elkó bara fyrir klukkutíma og hálfum rakst ég á í ódýru-en-ógeðslegu-norsku-döllunum (já.. þeir geyma dvd myndir ofan í hvítum döllum sem myndirnar flæða uppúr og oftast detta í gólfið) hjá þeim á algera eðalmynd, Rules Of Attraction.

Ég skoða þessa Norsku útgáfu af myndinni.. rekst á að þetta er ScanBox útgáfa af myndinni með norsku cover-i.. minnist ég hafa lesið það að þetta væri eina óklippta útgáfan af myndinni í heiminum ásamt útgáfunni sem var gefin út í Ástralíu.. með tæpum 22 sec aukalega.
Þessar 22 sec sem voru klipptar víst þær sem gáfu Rules stimpilinn R bæði í Bíóum og á DVD/VHS.. þar sem myndin var í heild sinni óklippt, NC-17 (eða réttara sagt, stranglega bönnuð innan 18.

Þar sem myndin hefur verið gefin út þegar á Íslandi hvet ég alla að kaupa sér þessa óklipptu útgáfu.. (allaveganna er ég búinn að því :Þ) en útgefandi hennar er Myndform.

Myndform útgáfan á Íslandi er með Dolby Digital 2.0 (ScanBox útgáfan er með Dolby Digital 5.1 og R1 útáfan með Dolby Digital 2.0) Einnig er DVD útgáfan frá Myndform stytt um tæpar 1 mín og 34 sec (ScanBox er algerlega óklippt og R1 er stytt um 22 sec)

Alger brilliant mynd (samt ekki fyrir alla) á einungis 795 kr í Elkó.. =]