Ég horfði á mynd sem að heitir Carrie og er gerð eftir bók sem að Stebbi kóngur skrifaði. Myndin sýnir atburði sem að maður fær alltaf meiri og meiri ástæðu til að vorkenna aumingjas Carrie og í endanum að þá kemur þessi sorglega stund sem að situr eftir í manni og ég þurfti smá tíma til að komast yfir þessa mynd. Ég finn ekkert um hana, ekki á Kvikmyndir.is, Kvikmyndir.com, myndbönd.com, movies.com eða neitt, finn bara mynd sem heitir Carrie 2 - The rage sem að ég er ekki búinn að sjá. Mér skilst að þessi mynd sem að ég sá er endurgerð útgáfa af myndinni sem kom út fyrir löngum tíma en þessi mynd var allavegana frá árinu 2002.
Getur einhver gefið mér upplýsingar um hvar er hægt að lesa um myndina eða hvort einhver hefur séð gamla útgáfu eða the rage (carrie 2) og þá sagt mér hvort myndin sé góð?????

Kv.
StingerS