Aðalhlutverkið er hann Stuart Townsend, og tónlistina samdi Jonathan Davis að mestu. Allt sem þið þurfið að vita….Queen of the Damned er í heildina litið hörmuleg mynd, illa leikin, fáránleg, hörmulegt handrit, lélegar tæknibrellur og so on. Nokkrir plúsar eru, t.d. að tónlistin er bara GEÐVEIK og Lestat alveg himneskur….leikur bara vel og geðveikslega sætur. Nú, Interview with the vampire er bara meistaraverk, og ég dirfist ekki að tengja myndirnar saman, og ég legg til að þið gerið það ekki heldur. Því það skemmir frekar mikið fyrir. Eiginlega sér maður ekkert sameiginlegt með þeim, fyrir utan nokkur nöfn. Allavega, þau atriði sem eru sonna fáránleg, en eiga að vera scary, getur mar nú bara hlegið að, stundum alveg hlegið sig máttlausan. Svo yfir allt er þetta bara ógeðslega skemmtileg mynd, þrátt fyrir léleg gæði, og er þetta einhvað sem einginn ætti að missa af. Til að skemmta sér þarf bara að hafa smá áhuga fyrir vampírunum, ekki gera of miklar kröfur, njóta tónlistarinnar og bara hafa gaman. :)