Varðandi skoðunarkönnunina: “Finnst ykkur að það ætti að gera meira af því að þýða DVD hulstrin á íslensku?”

Þarna vantar sárlega valkostinn. Nei, það ætti að gera minna af því.

Ekki endilega það að ég hafi (mikið) á móti því að textinn aftan á hulstrunum sé þýddur heldur er það málið að nánast án undantekninga þá klúðra íslensku fyrirtækin hustrunum þegar þau eru þýdd. Það er alveg eftir dúk og disk hvaða tækniupplýsingar verða eftir svo sem um hvaða hljóðrásir (2.0, 5.1DD, 5.1DTS o.s.frv.) eru í boði og hver hlutföllin á myndinni séu og hvort um sé að ræða ‘anamorphic’ disk.

Reyndar eru einnig þó nokkur dæmi um það að þegar ‘Skífu’ límmiði er settur á erlendan disk þá er hann límdur einmitt yfir þessar upplýsingar þannig að maður er engu nær.

Þangað til íslenskir útgefendur DVD efnis fara að skilja hvernig á að útbúa hulstrin almennilega þá óska ég þess að þeir geri sem allra minnst af því.