The Day After Tomorrow (2004)
Leikstjóri: Roland Emmerich
Aðalhlutverk: Dennis Quaid, Jake Gyllenhall, Ian Holm, Emmy Rossum
Sýningartími: 124 mínútur
Vísindaskáldskapur

The Day After Tomorrow er nýjasta mynd leikstjórans Rolands Emmerich sem hefur gert myndir eins og The Patriot, Universal Soldier og Independence Day. Myndin fjallar um vísindamann (Quaid) sem hefur um áraraðir rannsakað afleiðingar gróðurhúsaáhrifa. Ferli sem hann taldi að mundi taka þúsundir ára fer af stað mikið fyrr en von var á og með hrikalegum afleiðingum. Vindakerfi Jarðar tekur miklum breytingum og hefur það hræðilegar afleiðingar fyrir loftslagið á jörðinni. Quaid reynir að vara stjórnvöld við en án árangurs. Fyrr en varir skellur stormurinn á og afleiðingarnar vægast sagt hörmulegar.

Roland Emmerich er mikið fyrir tæknibrellur og sést það vel í nýjasta sköpunarverki hans. Mikið er lagt upp úr því að myndin sé “flott” og tekst það mjög vel. Myndin er mjög aðdáunarverð á sjónrænan hátt þótt hún sé hallærisleg á köflum og ekki allt of mikið lagt upp úr söguþræðinum. Mjög flottar tæknibrellur gera þetta að bestu skemmtun og er það eiginlega nauðsynlegt að horfa á hana í bíó eða a.m.k. í heimabíókerfi.

***1/2 / *****

——
Spalinn