Ég las nylega á netinu að leikstjórinn kunnugi Peter Jackson hyggst gera kvikmynd eftir að hann er búinn að gera King Kong. Sú kvikmynd mun vera gerð eftir skáldsögu Alice Sebold og sú saga heitir The Lovely Bones eða á ísl. Svo Fögur Bein. Kannski þið hafið heyrt hennar getið, hún var gefin út á Íslandi rétt fyrir jól. Ég fékk hana í jólagjöf og þar af leiðandi las hana og mér fannst hún alveg mögnuð!
Bókin fjallar um 14 ára stelpu um 8 áratuginn í Bandaríkjunum sem verður drepin(engar áhyggjur enginn spoiler, hún segir frá þessu á fyrstu síðunni) af nágranna sínum á hrottalegan hátt og reynir að sætta sig við dauða sinn og að hún verður að horfa upp á fjölskyldu sína sætta sig við dauða sinn. (lesið meira á bókasíðunni, það er til almennileg grein um þetta man ekki eftir hvern)
Það er áætlað að þessi mynd komi út 2007 en ekkert handrit er fullklárað, held ég. Vitið þið eitthvað?
Kastast um heiminn kanalið