Það eru ófáir listar yfir bestu myndir allra tíma og fólk ekki aldeilis allt sammála um hvað er gott, og hvað er ekki eins gott.

Á imdb.com (biblía okkar kvikmynda-fanatíka, ég geri ráð fyrir að einhver þeirra lesi þetta) er listi yfir 250 bestu myndir allra tíma.

Efst á listanum tróna eftirfarandi:

1. The Godfather (Coppola)
2. The Shawshank Redemption (Darabont)
3. The Godfather Part II (Coppola)
4. LOTR: The Return of the King (Jackson)
5. LOTR: The Two Towers (Jackson)
6. Schindler´s List (Spielberg)
7. Shichinin no samurai (Kurosawa)
8. Casablanca (Curtiz)
9. LOTR: The Fellowship of the Ring (Jackson)
10. Star Wars (Lucas)

Ef þú hefðir alræðisvald yfir þessum lista, hvaða myndir væru þá á toppnum? Þá er ég að tala um kremið af kökunni, ekkert rugl.

Hverjar eru 10 bestu kvikmyndir allra tíma að ykkar mati? Og eru einhverjar myndanna á þessum lista sem ekki eiga rétt á sér?