Þetta var skrýtnasta upplifun sem ég hef nokkurntíman fundið fyrir, nú er ég bara nýkominn af myndinni “Passion of the Christ”, þessi mynd er alveg hrottalega ógeðsleg en samt sem áður nokkuð góð.

Eins og margir hverjir eru búnir að kynna sér fjallar hún um 12 síðustu klukkustundir í lífi Jesu, og fer ítarlega í “píslarsárin”. Það er svo hrikalegt að horfa á meðferðina á greyið manninum ef að þetta átti að hafa gerst svona í raun og veru.

Þessi skrítna upplifun sem ég varð fyrir var að þegar að kom að einu atriði í myndini fann ég fyrir náladofa um allann líkamann þá sérstaklega í andlitinu, og var með æluna í hálsinum mér var orðið það illt í maganum að ég var tilbúinn að hlaupa útaf myndinni hvenar sem er. Þetta er al fyrsta skipti sem að svona hefur komið fyrir mig í bíó og á myndum sem eru taldar vera ógeðslegar og ekki við hæfi ungra barna.

Ég mæli samt sterklega með því að fólk sjái þessa mynd, en þeir sem eru veikir fyrir þjáningum og að horfa á slíkt efni vil ég segja að þetta sé ekki beint myndin sem þeir/þau ættu að sjá því að raunveruleikinn í myndinni er fyrir ofan allar hellur…