Practical magic er um 2 konur sem alast upp með frænkum sínum, galdrakonum. Þær eru það sjálfar galdrakonur og Sally ( Sandra Bullock) býr sér til mann þegar hún er lítil. Hann er með annað augað grænt og hitt blátt. Hann er mjög góðhjartaður og barngóður. Þegar þær eldast fer Gillian ( Nicole Kidman ) frá þeim með öðrum strák. Þá hittir Sally mann ( frænkur hennar frömdu galdur svo að þau urðu ástfangin )og það verða þau. En það er bölvun á þeim, þeir sem dirfast að elska Olsen-konurnar deyja, það kemur skordýr sem táknar það. Eftir að maðurinn er búinn að eiga 2 börn með Sally deyr hann. Gillian er ekki en komin heim og er með manni sem heitir Jimmy Angelo. En hann er víst eikkað ruglaður greyið og þykist eiga hana. Hún hringir í Sally og Sally kemur og þær ætla að keyra heim þegar Jimmy er í bílnum og er með stæla. Þá setur Sally eikkað í vínið hans og hann lognast út af. Þær halda að hann er dauður og eru bara “SHIT” og fara heim og fremja galdur til að lífga hann við. En hann verður bara verri og verri… Þá kemur lögga og reynir að þefa upp Angelo, en viti menn, þetta er kallinn sem Sally bjó til! Ég mæli með þessari mynd, leigið ykkur hana eða takið bókina!