Ég fór á forsýningu Cabin Fever í Háskólabíói þar sem sjálfur Eli Roth var mættur (leikstjórinn) og ekki er hægt að segja að myndin hafi valdið mér vonbrigðum. Ég vissi ekki alveg við hverju ég átti von á þegar ég fór á þessa mynd, hélt að þetta væri bara einhver geðveikur “splatter” og blóð út um allt og bara hryllingur, en síðan reyndist myndin alveg frábær með geðveikum húmor þrátt fyrir að vera hryllingsmynd. Ég ætla ekki að fara mikið í innihald myndarinnar en til að gera langa sögu stutta fjallar hún um 5 unglinga sem fagna próflokum með því að leigja skála inní skógi og allt leikur í lyndi, en síðan fara þeir að “flagna” eða fá einhvern skæðan húðsjúkdóm sem virðist ekki vera nein lækning við og spinnst upp úr því æsileg atburðarrás. Þá kemur í ljós að þau eru ekki öll þar sem þau eru séð þegar kemur að því að t.d. hjálpa vinum sínum í vanda og er þá oft mikilvægara að bjarga sínu eigin skinni.
Ég mæli alveg eindregið með myndinni fyrir 16 ára og eldri og ég get lofað ykkur að þið verið ekki fyrir vonbrigðum því ég varð það allavega ekki.