Góðan daginn -

Ég sá auglýstann spilara í BT frá Medion á 11.900 og annan frá Medion á 9.900. Við systkinin vorum að spá í að gefa yngri systur okkar DVD spilara í jólagjöf og því fór ég að hugsa út í þessa spilara.

Nú erum við að tala um 12 ára barn. Spilarinn fer beint aftan í 21" sjónvarp og það er væntanlega það eina sem hún mun tengja hann í. Þarf því ekki spilara fyrir heimabíókerfi eða þess háttar. Nú veit ég vel að þetta eru ekki bestu spilararnir á markaðnum, en eins og ég segi þá er þetta fyrir barn og því mun eina notkunin vera að horfa á myndir.

Er það alger vitleysa í mér að vera að kaupa þetta, eða vitið þið um aðra betri spilara í kringum 10-12 þúsund kall????